Stefnt að byggingu leiguíbúða á Seyðisfirði

Leigufélagið Bríet stefnir að því að byggja leiguíbúðir á Seyðisfirði. Hefur félagið, í samvinnu við Múlaþing, óskað eftir byggingarfyrirtækjum til að taka þátt í uppbyggingu þessara íbúða.


Fjallað er um málið á vefsíðu Múlþings. Þar segir m.a. að leigufélagið Bríet stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Seyðisfirði og auglýsir því eftir byggingarfyrirtækjum til samstarfs. Byggingarfyrirtækið skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti.

Gögn fyrir samstarfsaðila er hægt að nálgast með að senda tölvupóst á soffia@ briet.is og skal gögnum skilað fyrir mánudaginn 21. desember 2020. 

Á vefsíðu Bríetar segir m.a. að markmið félagsins sé að vera hluti af uppbyggingu og styrkingu leigumarkaðar sem stuðlar að öryggi á langtímaleigumarkaði með sérstaka áherslu á landsbyggðina og í samstarfi við sveitarfélögin í landinu.

Bríet er sjálfstætt starfandi leigufélag í eigu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, stofnað að norrænni fyrirmynd og rekið án hagnaðarsjónamiða.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.