Staðan eystra í jafnvægi

Ekki er vitað um neinn einstakling með Covid-19 smit á Austurlandi sem stendur. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands brýnir þó fyrir fólki að fara með gát.

Samkvæmt tölum frá Covid.is er einn einstaklingur á Austurlandi með virkt smit og fimm í sóttkví. Sá smitaði er með lögheimili á Austurlandi en dvelst hins vegar annars staðar.

Aðgerðastjórn bendir á að staðan á höfuðborgarsvæðinu er hin sama og fyrr auk þess sem smituðum hefur fjölgað lítillega í öðrum landshlutum. Því er brýnt að fara áfram að öllu með gát og draga ekki úr smitvörnum svo sem fjarlægð, grímunotkun ef við á, handþvotti og sprittnotkun.

„Staðan hér í fjórðungnum er í jafnvægi sem stendur. Gerum allt sem við getum í sameiningu til að halda því þannig,“ segir í tilkynningu dagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.