Spennandi tímar framundan hjá Hallormsstaðaskóla

Björn Halldórsson er nýr stjórnarformaður Hallormsstaðaskóla, áður Hússtjórnarskólans á Hallormsstað. Hann segir spennandi tíma  framundan í starfi skólans þar sem námsskrá hefur verið breytt með sjálfbærni að leiðarljósi. Björn er bóndi og fyrrum formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda.

„Mér líst mjög vel á þær breytingar sem eru framundan og þær nýju leiðir sem ætlunin er að feta í skólastarfinu,“ segir Björn í samtali við Austurfrétt.

Fram kemur í máli Björns að í skólinn muni leggja mikla áherslu á sjálfbærni hvað varðar svið eins og til dæmis textílgerð og matargerð. „Það er mikil þörf á því að efla sjálfbærni meðal fólks í samfélaginu og reyna að ná tökum á því neysluæði sem geysar bæði hérlendis og um heim allan,“ segir Björn. „Við stefnum því á að vera í takt við tíðarandann.“

Skólinn er á hásksólastigi hvað námið varðar en breyting í þá átt hófst árið 2017. Fyrrgreindar breytingar eru skref í þeirri þróun. Fjöldi nemenda mun takmarkast við tæplega 20 manns á komandi vetri.

Björn bendir á að skólinn eigi að baki 90 ára gæfusama sögu í hússtjórnarnámi. „Ég er oft spurður að því hvort við séum ekki enn að kenna fólki að strauja,“ segir Björn. „Ég segi nú bara að margir mættu læra það að munda straujárn.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.