Spáð er stormi á Austurlandi í kvöld

Appelsínugul viðvörun er í gangi í dag fyrir Austurland að Glettingi og gul fyrir Austfirði. Á vefsíðu Veðurstofunnar segir að á Austurlandi sé útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu.

Á Austurlandi verður hiti nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 300 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 500 metra. Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám.

Hvað Austfirði varðar er spáð norðvestan 15-20 m/s með slyddu eða snjókomu yfir 500 metrum N-til sem getur skapað vandræði fyrir búfénaði, einkum kindum til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum. Norðvestan 18-23 m/s og vindhviður að 30-35 m/s S-til sem er varasamt ökutækjum með aftanívagna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.