Sjávarútvegurinn er og verður ávallt máttarstólpi landsbyggðarinnar – Myndir

Óumdeilt er að núverandi fyrirkomulag fiskveiða hafi umbylt sjávarútveginum og byggt undir þá undirstöðugrein sem sjávarútvegurinn er íslensku samfélagi. Mikilvægi hans mælist ekki bara í greinum störfum.


Þetta sagði Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sem hélt hátíðarræðuna á Eskifirði á sjómannadaginn.

Þorsteinn benti á að rekstrarumhverfi sjávarútvegsins hefði tekið stakkaskiptum á undanförnum árum. Í stað þess að reglulega sé verið að bjarga rekstri fyrirtækja í greininni byggi fyrirtæki í öðrum greinum svo sem verslun, þjónustu, verkfræði og rannsóknum á sjávarútveginum.

„Greinin er því miklu mikilvægari en því sem mælist í beinum störfum, veltu eða skattgreiðslum,“ sagði Þorsteinn.

„Velferð þjóðar hvílir á getur til að skapa sér gjaldeyri og það er hvergi ljósara en á stöðum eins og hér. Sjávarútvegurinn er og verður máttarstólpi landsbyggðarinnar. Til þess verður að tryggja stöðugt og hagstætt rekstrarumhverfi.“

Hann sagði að eftir óvissutímabil lítilla fjárfestinga í greininni hefði hún tekið við sér eins og glöggt sést á Eskifirði þar sem Eskja reisir nýtt frystihús.

Ekki gangi að á ný myndist óvissa um framtíð sjávarútvegsins. „Það er óumdeilt að núverandi fyrirkomulag fiskveiða hefur umbylt og byggt undir þá undirstöðu sem sjávarútvegurinn er.

Því verður ekki mótmælt að greiða kostnað við að halda uppi hagsmunum greinarinnar og landsins en það er óðlegt að sjávarútvegsfyrirtæki greiði hærri gjöld en önnur fyrirtæki sem nýta auðlindir landsins.“

Hann kallaði eftir átaki í öryggi starfsfólks í fiskvinnslu. Slíkt hefði verið gert í skipunum og mikill árangur náðst.

Hátíðadagskráin var fjölbreytt á Eskifirði að vanda. Árbjörn Magnússon fékk heiðursviðurkenningu sjómannadagsins en hann hefur gegnt fjölbreyttum störfum á sjó, verið háseti, matsveinn og stýrimaður á skipum frá Eskifirði.

Hann fór fyrst til sjós 15 ára gamall en var lengst af á Hólmatindinum. Skipstjóri var hann á því skipi frá 1978 þar til skipið var selt árið 2001 og svo skipstjóri á Hólmanesi þar til hann hætti á sjó árið 2003.

Myndir: Kristinn Þór/Visit Eskifjordur

DJI 0010 Web
DJI 0037 Web
DJI 0041 Web
DJI 0071 Web
IMG 0094 Web
IMG 0104 Web
IMG 1371 Web
IMG 1415 Web
IMG 1422 Web
IMG 1426 Web
IMG 1443 Web
IMG 1444 Web
IMG 1451 Web
IMG 3027 Web
IMG 3541 Web
IMG 3596 Web
IMG 3635 Web
IMG 3665 Web
IMG 3712 Web
Sundlaug Vaðlaug Hópur 1 Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.