Sindri nýr stöðvarstjóri í Fljótsdal

Sindri Óskarsson tók um áramótin við starfi stöðvarstjóra Fljótsdalsstöðvar. Hann tekur við af Georg Pálssyni sem verið hefur stöðvarstjóri frá því að stöðin komst í rekstur árið 2006.


Sindri hefur starfað hjá Landsvirkjun sem viðhaldsstjóri í Fljótsdal frá árinu 2010 og áður sem stöðvarvörður á sama stað frá upphafi rekstrar stöðvarinnar. Hann vann við eftirlit með raf- og vélbúnaði á byggingartíma stöðvarinnar.

Sindri lauk námi í vélfræði frá Vélskóla Íslands árið 1999 og rafmagnstæknifræði á háspennusviði frá Ingeniør Højskolen i Kaupmannahöfn árið 2005.

Georg Þór Pálsson, sem verið hefur stöðvarstjóri síðan stöðin var gangsett, tók um áramótin við starfi stöðvarstjóra á Þjórsársvæði. Hann var aðstoðarstöðvarstjóri á Þjórsár og Tungnaársvæði áður en en hann fluttist austur.

Þá tekur Sverrir H. Sveinbjörnsson við starfi viðhaldsstjóra stöðvarinnar af Sindra. Sverrir hefur verið stöðvarvörður frá árinu 2006 og tvígang leyst af sem viðhaldsstjóri um skemmri tíma. Áður en hann kom til Landsvirkjunar var hann yfirvélstjóri á Ásgrími Halldórssyni frá Höfn.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.