Síldarvertíðin á lokametrunum hjá Beiti NK

Beitir NK kom til Neskaupstaðar í morgun með 790 tonn af síld og er verið að vinna hana í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar. Síldarvertíðin er á lokametrunum hjá Beiti.

Fjallað er um málið á vefsíðu Síldarvinnslunnar og þar rætt við Sturlu þórðarson skipstjóra sem segir að síldin hafi fengist í Seyðisfjarðardýpinu.

„Við fengum þetta 46 mílur frá höfninni hérna og það var töluvert af síld að sjá. Þetta er sama stóra og fallega síldin, meðalþyngdin 390-400 grömm. Síldin heldur sig bara á sömu slóðum og hún hefur verið á í allt haust en nú er síldarvertíðin á lokametrunum hjá okkur,“ segir Sturla.
 
Jón Gunnar Sigurjónsson, yfirverkstjóri í fiskiðjuverinu, tekur undir með Sturlu og segir að síldin sé stór og falleg.

„Þessi síld getur í rauninni ekki verið betri og vinnsla á henni gengur afar vel. Hún er heilfryst og svo er hún einnig flökuð og fryst með roði og án roðs.“ segir Jón Gunnar.

„Öll vertíðin hefur gengið eins og í sögu hjá okkur, en nú er að koma að lokum hennar. Þetta hefur verið algjör veisla, það verður ekki annað sagt,“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.