SFS leggur fram 65 milljónir króna í loðnuleit

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa ákveðið að leggja Hafrannsóknarstofnun til 65 milljónir króna styrkj til loðnuleitar og mælinga í Desember. Þannig þurfi ekki að bíða fram yfir áramót en þá er næsti loðnuleiðangur Hafrannsóknarstofnunnar áformaður.

Í tilkynningu frá SFS segir að styrknum er ætlað að greiða að fullu fyrir úthald fjögurra mæliskipa í allt að 24 daga, kvörðun þeirra og vinnu sérfræðinga Hafrannsóknastofnunar.

„Mælingar á loðnustofninum við Ísland hafa gengið erfiðlega á umliðnum tveimur árum, með þeim afleiðingum að engin loðnuvertíð var í fyrra eða í ár. Í ljósi þess að fiskveiðar eru helsta stoð íslensks efnahagslífs, þá er þessi staða einstaklega óheppileg.“ segir í tilkynningunni.

„Óyggjandi vísbendingar úr mælingum á umliðnum mánuðum eru á þá leið að veiðistofninn sé sterkur. Að frumkvæði SFS og í samstarfi við Hafrannsóknastofnun var af þessum sökum farinn leiðangur á einu skipi nú í nóvember þar sem sýnum var safnað. Niðurstaða þeirrar sýnatöku gefur enn sterkari vísbendingar um góðar göngur kynþroska loðnu í lögsögunni.“

Ennfremur segir að góð loðnuvertíð getur að líkindum aukið útflutningstekjur um 30 milljarða króna og margföldunaráhrif í hagkerfinu öllu eru að líkindum tvöföld eða þreföld, líkt og með auknum tekjum starfsmanna sjávarútvegsfyrirtækja, sveitarfélaga og þjónustuaðila sjávarútvegs.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar