Sex sóttu um starf skipulags- og byggingafulltrúa

Sex einstaklingar sóttu um starf skipulags og byggingafulltrúa Fljótsdalshéraðs sem auglýst var laust til umsóknar fyrir páska. Umsóknarfresturinn var framlengdur einu sinni.


Í auglýsingu er gerð krafa um háskólapróf í arkitekt, byggingarfræði, landslagsarkitekt, tæknifærði, verkfræði eða skipulagsfræði auk löggildingar sem hönnuður og reynslu af skipulags- og byggingamálum.

Undir fulltrúann heyra starfsmenn á umhverfis- og skipulagssviði en því tilheyra meðal annars þjónustumiðstöð, fasteignir og umhverfismál.

Eftirtaldir sóttu um:

Bragi Börkur Blumenstein, arkitekt, Seyðisfirði
Gunnlaugur Rúnar Sigurðsson, byggingarfulltrúi, Hornafirði
Ófeigur Fanndal Birkisson, viðskiptastjóri, Kópavogi
Sólveig Olga Sigurðardóttir, landslagsarkitekt, Sauðárkróki
Steingrímur Jónsson, byggingarfræðingur, Danmörku
Þráinn Bruce Viggósson, byggingafræðingur, Reykjavík

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.