„Segja má að við séum eitt af börnum kvenfélagsins“

„Leikskólinn Lyngholt væri ekki það sem hann er í dag ef við hefðum ekki Kvenfélag Reyðarfjarðar,“ segir Lísa Lotta Björnsdóttir, leikskólastjóri leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði, en kvenfélagið gaf skólanum skjávarpa í gær.



„Kvenfélagið hefur verið bakhjarl leikskólans frá stofnun hans árið 1963 og alltaf verið okkur innan handar. Segja má að við séum eitt af börnum kvenfélagsins, en það er alveg sama hvaða ósk kemur frá foreldrafélagi eða starfsfólki, það er alltaf skilningur fyrir því að góður aðbúnaður sé nauðsynlegur innan skólans - hvort sem það er skjávarpi eins og í dag, hrærivél í eldhúsið eða dýnur til þess leika sér með í salnum. Þetta er algerlega ómetanlegt,“ segir Lísa Lotta.


„Það græða allir á þessu“

Lísa Lotta segir að skjávarpinn sé frábært kennslutæki og muni koma til með að nýtast vel. „Við til dæmis vörpum myndum og myndböndum upp á vegg í stað þess að börnin þurfi að rýna öll á sama tölvuskjáinn þegar við erum til dæmis í málörvun eða öðru skipulögðu starfi.

Það er einnig skemmtilegt að geta fundið myndbönd um dýrin þegar við erum að læra um þau. Við erum einnig að fara af stað í þá vinnu að ná Grænfánanum aftur og það verður gaman að geta sýnt þeim allskyns heimildir um endurvinnslu eða vatn, hvað við erum að gera og hvað við getum gert betur.

Einnig er þetta kærkomið fyrir starfsfólkið fyrir starfsfólkið, við höfum verið með fundi hingað og þangað af því við höfum ekki verið með réttan tækjabúnað þannig að það munar miklu, það græða allir á þessu.“

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.