Sauðagull og Nielsen á Uppskeruhátíð

Tvö sprotafyrirtæki á Austurlandi, Sauðagull og Nielsen, verða í hópi níu sprotafyrirtækja á Uppskeruhátíð á morgun. Hátíðin er á vegum Icelandic startups og Íslenska sjávarklasans.

Hátíðin hefst á ávarpi Kristjáns Þór Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og verður streymt á vefsíðuni tilsjavarogsveita.is frá kl. 13. Eftir ávarp ráðherra munu fyrirtækin níu kynna vörur sínar.

Vörur frá Sauðgull eru kunnar á Austurlandi en þar á bæ býr eigandinn Ann-Marie Schultz til konfekt og osta úr sauðamjólk. Ostarnir eru salatostar í stíl við feta osta. Þessar vörur hafa verið til sölu á Austrulandi frá í fyrra. Í ár er m.a. hægt að kaupa þær í Jólagott körfunum sem komu nýlega á markaðinn og eru samvinnuverkefni sex smáframleiðenda á Austrulandi.

Varan frá Nielsen er ný á markaðinum hérlendis en um salatolíu úr hvönn er að ræða, það er hlutlaus lífræntræktuð olía er blönduð hvannalaufum. Í kynningu segir m.a. að hvönn sé eitt af þessum vannýtu hráefnum hérlendis. Hér áður fyrr var hún hinsvegar tíður gestur á borðum landsmanna.

Hin sjö sportafyrirtækin og vörur þeirra sem kynntar verða á Uppskeruhátíðinni eru:

Broddur, heilsuskot úr broddbjólk kúa.
Eylíf, heilsuvörulína úr íslenskum hráefnum.
Horseday, stafræn þjálfunardagbók fyrir hesta.
Jöklavín, rjómalíkkjör framleiddur að mestu úr íslensku hráefni.
MAREA, sjávarþang sem notað er í vörur sem geta komið í staðinn fyrir plast.
Sælkerar ehf, ræktun á mismunandi tegundum af sveppum.
Vegangerðin, matvara sem inniheldur engar dýraafurðir.

Mynd: Ann-Marie Schultz með vörurnar sínar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar