Samkeppni um byggðamerki Múlaþings

Á fundi byggðaráðs Múlaþings í gærdag var samþykkt að efna til hugmyndasamkeppni um byggðamerki samkvæmt skilmálum reglugerðar og leiðbeininga Hugverkastofu.

Á vefsíðu Múlaþings segir að tákn byggðamerkisins skal hafa tilvísun í áberandi einkenni í náttúru sveitarfélagsins, sögu þess eða ímynd.

Skilyrði er að merkið hafi skjaldarlögun og sé í samræmi við meginreglur skjaldarmerkjafræðinnar eins og þær eru í reglugerð um byggðamerki.

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar um gerð og skráningu byggðamerkja má finna hjá Hugverkastofunni, eða á www.hugverk.is/byggdarmerki.

Sérstök dómnefnd hefur verið skipuð til að meta tillögur sem berast. Verðlaunaupphæð er kr. 500.000 fyrir þá tillögu sem verður fyrir valinu. Dómnefnd áskilur sér þó rétt til að hafna öllum tillögum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.