Samið við hljóðkerfaleiguna um rekstur Egilsbúðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt drög að samningi við G.V. Hljóðkerfi ehf. um leigu á félagsheimilinu Egilsbúð. Ekki verður föst veitingasala í húsinu.


Frá þessu skýrði Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á íbúafundi í Neskaupstað í gærkvöldi.

Hann sagði að ekki yrði dagleg veitingasala í húsinu en í tengslum við skemmtanir yrði bar og veitingasala.

Þá stendur til að fara í töluverðar viðhaldsframkvæmdir á húsinu sem SÚN mun styrkja. Ekki hefur þó verið samið um nákvæmlega hvaða hætti það verður.

„Við sjáum fram á að þetta hús sé aftur að fara að vaxa miðað við það sem við settum fram í byrjun desember,“ sagði Páll og bætti því við að rekstur Egilsbúðar yrði nánar kynntur af nýjum leigutaka á næstu dögum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar