Samið við hljóðkerfaleiguna um rekstur Egilsbúðar

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur samþykkt drög að samningi við G.V. Hljóðkerfi ehf. um leigu á félagsheimilinu Egilsbúð. Ekki verður föst veitingasala í húsinu.


Frá þessu skýrði Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, á íbúafundi í Neskaupstað í gærkvöldi.

Hann sagði að ekki yrði dagleg veitingasala í húsinu en í tengslum við skemmtanir yrði bar og veitingasala.

Þá stendur til að fara í töluverðar viðhaldsframkvæmdir á húsinu sem SÚN mun styrkja. Ekki hefur þó verið samið um nákvæmlega hvaða hætti það verður.

„Við sjáum fram á að þetta hús sé aftur að fara að vaxa miðað við það sem við settum fram í byrjun desember,“ sagði Páll og bætti því við að rekstur Egilsbúðar yrði nánar kynntur af nýjum leigutaka á næstu dögum.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.