Salmonellufaraldur teygir sig austur á land

Matvælastofnun leitar skýringa á tíðari salmonellusýkingum en tíðkast hefur. Áberandi fjölgun er síðustu tvo mánuði sem meðal annars teygir anga sína austur á land.


Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Matvælastofnun. Þar segir að síðan í ágúst hafi tólf einstaklingar greinst með iðrasýkingu af völdum Salmonella Typhimurium hér á landi.

Þetta sé talsverður fjöldi umfram það sem búast megi við af þessari tegungd. Flestir einstaklinganna hafa greinst á suðvesturhorni landsins en einn á Austurlandi.

Bakteríurnar virðast af sama stofni. Uppruni smitsins er ókunnur en leitað er að honum í samvinnu sóttvarnalæknis, sýklafræðideild Landspítala, Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit viðkomandi svæða.

Ekki er varað við neyslu tiltekinna matvæla á þessu stigi en Matvælastofnun bendir fólki á skynsamlega meðferð matvæla og vanda matargerð svo forðast megi sýkingu af iðrabakteríum.

Árlega greinist salmonellusýking hjá um 40 einstaklingum hér landi en sem af er 2016 hafa rúmlega 20 einstaklingar greinst.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.