Rúllandi snjóbolti tilnefndur til Eyrarrósarinnar 2016

Samtímalistasýningin Rúllandi snjóbolti á Djúpavogi er eitt þeirra verkefna sem hlýtur tilnefningu til Eyrarrósarinnar í ár.


Rúllandi snjóbolti er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og CEAC (Chinese European Art Center) og hefur verið haldin frá árinu 2014 í gömlu Bræðslunni á Djúpavogi.

Sumarið 2015 voru sýnd verk 26 samtímalistamanna frá Kína, Hollandi, Íslandi og víðar. Verkefnið eflir tengsl listamanna í Evrópu og Asíu og beinir einnig sjónum að fjölbreyttu menningarstarfi Austfirðinga.


Tíu fjölbreytt verkefni um hituna

Í ár barst mikill fjöldi umsókna um Eyrarrósina hvaðanæva af landinu. Eyrarrósin er viðurkenning sem veitt er framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunnar.

Hún beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa Byggðastofnun, Flugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík.

Eyrarrósarlistinn 2016 birtir nöfn þeirra tíu verkefna sem eiga möguleika á að hljóta Eyrarrósina í ár. Verkefnin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg og koma alls staðar að af landinu.

Þann 2. febrúar næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina, 1.650.000 krónur og flugferðir innanlands frá Flugfélagi Íslands en hin tvö verkefnin hljóta peningaverðlaun og flugferðir frá Flugfélagi Íslands.

Önnur verkefni sem hlutu tilnefningar í ár eru;

• Act Alone
• Að – þáttaröð N4
• Barokksmiðja Hólastiftis
• Eldheimar
• Ferskir vindar
• Northern Wave
• Reitir
• Sauðfjársetur á Ströndum
• Verksmiðjan á Hjalteyri

Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn um miðjan febrúar næstkomandi í Frystiklefanum að Rifi. Að venju mun Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.