Rífandi gangur og mikil bjartsýni í Fljótsdalshreppi

„Það er rífandi gangur og mikil bjartsýni og gleði hér í Fljótsdalshreppi,“ segir Helgi Gíslason sveitarstjóri Fljótsdalshrepps. Eins og kunnugt er af frétt hér á Austurfrétt er Fljótsdalshreppur það sveitarfélag þar sem íbúum fjölgaði hlutfallslega mest á landinu á liðnu ári.

Í tölum frá Þjóðskrá kemur fram að íbúum Fljótsdalshrepps fjölgaði um 14% á tímabilini frá 1. desember í fyrra fram að síðustu mánaðarmótum. Íbúar fóru úr að vera 86 og í 98.

„Okkur vantar bara tvo einstaklinga til að ná 100 íbúum og þegar það gerist höldum við veislu,“ segir Helgi. Hann bendir þó á að ekki sé mikill fjöldi að baki íbúaaukingunni.

„Ég og fjölskylda mín fluttum lögheimili okkar hingað í ár eða í gamla húsið hans Hákons Aðalsteinssonar og þar sem við erum þrjú talsins erum við fjórðungur af íbúaaukningu ársins,“ segir Helgi.

Fram kemur í máli hans að það sé þó með ólíkindum hve fjölbreytt atvinnulíf sé í ekki fjölmennari sveitarfélagi.

„Sem dæmi má nefna að við erum við með smíðaverkstæði og hafa smiðir og handlagnir menn haft nóg að gera í ár í viðhaldsvinnu á íbúðahúsnæði í sveitarfélaginu fyrir utan að tvö ný íbúðahús hafa verið í byggingu í ár,“ segir Helgi.

Ennfremur nefnir Helgi skógarvinnslu þar sem fimm til sjö manns vinna að jafnaði og fyrirtæki á borð við Fljótsstöð, Óbyggðasetrið og Sauðagull svo dæmi séu tekin. Þá eru ótalin fyrirtæki í ferðaþjónustu eins og gistiheimilið og reksturinn í kringum Hengifoss.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.