Ræsing Fjarðabyggðar: Er þetta þitt tækifæri?

Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Sveitarfélagið Fjarðabyggð og Alcoa leita að góðum viðskiptahugmyndum sem auka við flóru atvinnulífsins í sveitarfélaginu. Kynning á verkefninu „Ræsing Fjarðabyggðar“ verður næstkomandi föstudag í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.



Áhersla verður lögð á að leita uppi viðskiptahugmyndir sem meðal annars fela í sér nýsköpun, eru atvinnuskapandi í Fjarðabyggð og eru ekki í beinni samkeppni við önnur fyrirtæki á svæðinu.

Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem ganga með viðskiptahugmynd í maganum en hafa ekki látið verða af því að koma henni á koppinn.

Fundurinn hefst klukkan 12:00 og er öllum opinn, en allir geta sótt um þátttöku í verkefinu. Boðið verður upp á léttar veitingar á meðan fundinum stendur.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.