Ræða við samstarfsaðila fyrir stöðina á Reyðarfirði

Framkvæmdastjóri Hringrásar segir fyrirtækið eiga í viðræðum við samstarfsaðila á Austurlandi um áframhaldandi starfsemi starfsstöðvar fyrirtækisins á Reyðarfirði. Starfsemi hennar var stöðvuð fyrir jól.


„Við erum í viðræðum við samstarfsaðila á svæðinu um áframhaldandi móttöku á efni þegar þar að kemur. Ég á von á að það samstarf geti hafist á næstu vikum,“ segir Kristján Ólafsson, framkvæmdastjóri Hringrásar.

Umhverfisstofnun stöðvaði starfsemina á Reyðarfirði 21. desember síðastliðinn þar sem enginn starfsmaður var til að taka á móti spilliefnum. Starfsemi fer ekki aftur af stað fyrr en úr hefur verið bætt. Stofnunin nýtti þar heimild til að stöðva starfsemi samstundins sé alvarleg hætta talin á ferðum.

Austurfrétt hefur óskað eftir frekari gögnum um starfsemi Hringrásar á Reyðarfirði frá Umhverfisstofnun en þau hafa ekki enn borist.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.