Píluklúbbur stofnaður á Eskifirði

Daninn Jesper Sand Poulsen fer fyrir hópi sem stofnað hefur píluklúbb í miðbæ Eskifjarðar undir nafninu Píluklúbbur Austurlands. Verið er að vinna í húsnæði klúbbsins og stefnt á formlega opnun þess eftir sjö daga.


María Hjálmarsdóttir situr í stjórn klúbbsins. Hún segir að það séu skráðir um 30 meðlimir í klúbbinn og þar af 7 konur.

”Markmið klúbbsins er að fá fleiri konur og koma á unglingastarfi og æfingum fyrir bæði unga og fullorðna,” segir María.

 Fram kemur hjá Maríu að nú sé unnið sleitulaust við að koma öllu upp í klúbbnum og verður hann opnaður í næstu viku.  Það verða 6 pílubásar til staðar og spjaldtölvur til að halda utanum stig.
 
Jesper Sand Poulsen er formaður stjórnar klúbbsins en auk Maríu eru í stjórninni þeir Magni Þór Harðarson. Elfar Aron Daðason, Andri Bergmann og Sigurjón Geir Sveinsson.

Mynd: Facebook.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar