Öryggi eflt á Fjarðarheiði

Verktakar vinna um þessar mundir að endurbótum að veginum yfir Fjarðarheiði. Þar er fjölgað vegriðum og gengið betur frá í kringum veginn.


„Aðgerðirnar fela meðal annars í að flatari vegfláa, breikka veg undir vegrið, lagfæringar á vegrásum og svæðum við hlið vegar ásamt ræsalögn.“

Vinnan skiptist milli Rekverks frá Akureyri og Héraðsverks. Rekverk setur upp vegrið, líkt og víðar um Austurland þessa dagana og eiga alls 30 ný vegrið sem samtals spanna rúma 2,7 km að vera komin upp fyrir 1. desember.

Héraðsverk er við aðra vinnu við veginn en verkinu á að vera lokið fyrir 1. ágúst á næsta ári. Þá sér Héraðsverk um sjóvörn við Sunnuver sem á að vera tilbúin eftir mánuð.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.