Opinn fundur um fiskeldismál

Austurbrú stendur í dag fyrir opnum fundi um fiskeldismál á Djúpavogi þar sem rætt verður um fiskeldi frá ýmsum sjónarhornum.


Meðal frummælenda er Guðmundur Gílason, framkvæmdastjóri Fiskeldis Austfjarða, Valgeir Ægir Ingólfsson frá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og sérfræðingar frá MAST, Hafrannsóknastofnun, Skipulagsstofnun og Umhverfisstofnun sem fjalla um umhverfisáhrif.

Tvö fiskeldisfyrirtæki hafa að undanförnu sótt um leyfi fyrir samtals tæplega 40.000 tonna fiskeldi á Austfjörðum. Hundruð starfa gætu skapast á svæðinu verði áform fyrirtækjanna að veruleika.

Fiskeldi Austfjarða, sem er með eldi í kvíum í Berufirði, hefur sótt um leyfi til eldis í Stöðvarfirði, Seyðisfirði og loks Mjóafirði, Viðfirði og Hellisfirði. Gert er ráð fyrir að framleiða að hámarki 10.000 tonn þriðja hvert ár.

Í sumar var lögð fram tillaga að matsáætlun fyrir Laxa fiskeldi upp á 5000 tonn í Berufirði og 4000 tonn í Fáskrúðsfirði. Félagið hefur þegar fengið leyfi fyrir 6.000 tonna eldi í Reyðarfirði en stefnir að 16.000 tonna eldi þar og áformar að framleiða allt að 25.000 tonn á Austfjörðum.

Talsmenn laxveiða hafa haft uppi varnaðarorð gegn eldinu þar sem þeir óttast blöndun villtra stofna við eldislax og alvarleg áhrif í kjölfarið.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.