Óheimilt að kveikja varðeld innanbæjar

Óheimilt er að kveikja opinn eld í þéttbýli, nema með sérstöku leyfi slökkviliðs. Eldurinn getur bæði angrað og ógnað nánasta umhverfi. Verksummerk má sjá eftir slíkan gjörning um helgina á Egilsstöðum.

Uppi á Einbúanum, kletti sem stendur milli Hléskóga og Einbúabláar á Egilsstöðum, má sjá verksummerki eftir eld sem kveiktur var þar í gær. Íbúi, sem hafði samband við Austurfrétt, sagðist hafa séð konu með fjögur börn fara upp á klettinn og kveikja þar eldinn í gær.

Hjá Brunavörnum á Austurlandi fengust þær upplýsingar að ekki hefði borist nein tilkynning um eldinn. Óheimilt er að kveikja varðeld í þéttbýlis án leyfis slökkviliðs.

Áður en leyfið er veitt er svæðið skoðað af slökkviliði. Þá er leyfið alla jafna ekki veitt öðrum en félagasamtökum eða opinberum aðilum, gjarnan tengt viðburðum. Fyrir leyfinu er ábyrgðaraðili sem meðal annars ber ábyrgð á vettvanginum þar til allar glæður hafa verið slökktar.

„Í fyrsta lagi berst frá eldinum reykur sem getur angrað nágranna. Í öðru lagi þarf að ganga þannig frá brennu að ekki sé farið frá glæðum sem kveikt geta í út frá sér eða þar sé hiti sem börn geta farið að fikta í og brennt sig,“ segir Baldur Pálsson, slökkviliðsstjóri.

Þá er alltaf hætt á að slíkur eldur geti breiðst út. „Það fer eftir staðháttum. Á vorin þegar það er sina getur slíkur eldur hæglega breiðst út.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.