Nýr fjármálastjóri Alcoa Fjarðaáls

Gunnlaugur Aðalbjarnarson tók um áramót við starfi framkvæmdastjóra fjármála hjá Alcoa Fjarðaála. Hann tekur við starfinu af Ruth Elfarsdóttur sem gegnt hefur því frá árinu 2006.


Í tilkynningu frá Fjarðaáli segir að Ruth sinni áfram fjármálatengdum verkefnum fyrir Alcoa Corporation og muni að mestu hafa starfsstöð á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík.

Gunnlaugur er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík frá árinu 2009 og útskrifaðist úr viðskiptafræði frá Háskóla Íslands árið 1993.

Gunnlaugur hefur síðustu tvö ár verið fjármálastjóri sveitarfélagsins Norðurþings en áður var hann í fjármálateymi Fjarðaáls í 2009-2015. Þar áður stýrði hann Kaupfélagi Héraðsbúa um sjö ára skeið.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.