Nauðsynlegt að loka réttum fyrir almenningi

Guðfinna Harpa Árnadóttir formaður Landssambands sauðfjárbænda segir að það hafi verið talið nauðsynlegt að loka réttum í haust fyrir almenningi vegna COVID. Guðfinna er bóndi á bænum Straumi í Hróarstunguhreppi.

Guðfinna segir að ákvörðunin hafi verið tekin í samráði við sóttvarnaryfirvöld og sveitarfélög landsins. „Við vorum einnig með fulltrúa í þeim hóp sem vann vinnureglurnar sem nú hafa verið birtar. Þetta var eitthvað sem við urðum að gera,“ segir hún.

Fram kemur í máli Guðfinnu að sökum þessa muni verða allt annað yfirbragð á réttum hér Austanlands og um allt land í haust.
„En við verðum bara að búa við þetta ástand að sinni,“ segir Guðfinna. „Vonandi verður svo allt með hefðbundum hætti næsta haust."

Fyrstu réttir Austanlands verða í Teigsrétt í Vopnafirði þann 6. september n.k. Síðan er áformað að rétta í Melarétt í Fljótsdal þann 12. september. Ekki liggja fyrir dagsetningar á réttum í Ormstaðarétt í Fellum og Seyðisfjarðarrétt.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.