Nafn mannsins sem lést í Reyðarfirði

Maðurinn sem lést er sexhjól sem hann ók valt í Reyðarfirði þann 6. ágúst sl. hét Andrés Elisson.

Andrés var fæddur árið 1957 og búsettur á Eskifirði. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvær uppkomnar dætur. Andrés starfaði sem rafvirkjameistari á Eskifirði og var fyrrum bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð.

Þetta kemur fram á vefsíðu lögreglunnar á Austurlandi. Að sögn lögreglunnar eru tildrög slysins en til rannsóknar og ekki frekari upplýsingar að veita að svo stöddu.

Mynd: Facebook


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.