Mál Giftar til ríkissaksóknara

samvinnutryggingar.jpgSveitarfélögin Vopnafjarðarhreppur og Djúpavogshreppur hafa ákveðið að vísa kærum sínum vegna fjárfestingafélagsins Giftar til ríkissaksóknara eftir að ríkislögreglustjóri taldi ekki ástæðu til að aðhafast neitt í málinu.

 

Frá þessu er greint í nýjasta tölublaði Austurgluggans.

Forsvarsmenn sveitarfélagana voru undrandi á niðurstöðu ríkislögreglustjóra um að ekki væri ástæða til að hefja formlega lögreglurannsókn á málinu og að ár hefði þurft til að komast að þeirri niðurstöðu. Í samráði við lögfræðideild Sambands íslenskra sveitarfélaga ákváðu þau að vísa málinu til ríkissaksóknara sem ætlað er að skera úr um það endanlega hvort það verði tekið til rannsóknar.

Gift tók við hlutverki eignarhaldsfélagi Samvinnutrygginga árið 2007. Þá var áætlað að eignirnar væru 30 milljarða króna virði en þær gufuðu upp í hruninu haustið 2008.

Sveitarfélögin voru í hópi tryggingahafa hjá Samvinnutryggingum á sinni tíð og voru eignir þeirra metnar á um 200 milljónir króna. Lagastofnun Háskóla Íslands skrifaði álit um málið og komst að þeirri niðurstöðu að réttast hefði verið að skipta félaginu upp strax árið 1994.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.