Mistök við dælingu komu Birtingi á hliðina í Reykjavíkurhöfn

Mistök við dælingu úr lestartönkum Birtings áttu upptökin að keðjuverkun sem varð til þess að skipið hallaði og reyk lagði frá því í Reykjavíkurhöfn í lok ágúst.


Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar sjóslysa sem skilaði nýverið lokaskýrslu sinni um atvikið.

Þar segir að ballest hafi verið dælt úr tönkum stjórnborðsmegin á flóði fyrr um daginn en ekki var dælt úr bakborðstanka. Þegar fjaraði undan því fór það að að halla mikið. Við hallann fór fór ljósavélin að brenna smurolíu úr sveifarhúsinu og myndaði reyk sem lagði frá skipinu.

Mikill viðbúnaður var við höfnina á meðan reyknum var eytt og skipinu komið á réttan kjöl.

Fjórum dögum fyrr, þegar skipið var á leið til Reykjavíkur, kom leki að skipinu þar sem það var statt suðvestur af Hornafirði. Björgunarskip frá Höfn fór með dælur til skipsins og eftir að lekinn hafði verið þurrkaður upp var því siglt áfram til Reykjavíkur.

Samkvæmt skýrslu nefndarinnar um það atvik var keila í loka milli rýma og því óþétt. Til stóð að skipta um lokann þegar skipið færi í slipp í Reykjavík.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.