„Mismunum ekki einstaklingum eftir geðþótta“

Fjarðabyggð hefur nú bæst í hóp sveitarfélaga á íslandi sem hefur hlotið jafnlaunavottun. Vottunin staðfestir að markvisst sé unnið gegn kynbundnum launamun hjá sveitarfélaginu og þannig stuðlað að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

„Fjarðabyggð hefur lengi lagt áherslu á að nýta til jafns styrkleika kvenna og karla en í kjölfar laga um um jafnlaunavottun var settur aukinn þungi í að tryggja að launakerfi sveitarfélagsins væri í samræmi við löggjöfina,“ segir Ásta Sigríður Skúladóttir, mannauðastjóri Fjarðabyggðar.

„Við vonumst til að Fjarðabyggð verði áfram eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsfólk getur gengið að því sem vísu að við mismunum ekki einstaklingum eftir geðþótta.“

Jafnlaunavottunin tryggir að Fjarðabyggð er sífellt að vinna að því að launasetning sé í samræmi við launakerfið sem er búið að votta.

„Við erum mjög stolt að því að vera komin með jafnlaunavottun en það staðfestir að erum sífellt að vinna að því að lágmarka óútskýrðan launamun. Það skiptir okkur máli að starfsfólk okkar treysti því að við séum að vinna í þeirra þágu þegar kemur að mannauðsmálum,“ segir Ásta

Vottunin var unnin í samvinnu við iCert vottunarstofu.

Í tilkynningu frá Fjarðabyggð segir að sveitafélagið mun halda áfram að nýta til jafns styrkleika kvenna og karla og vinna áfram að umbótum á þessu sviði. „Mikil áhersla er lögð á að jafnlaunakerfið Fjarðabyggðar tryggi gegnsæi í launaákvörðunum, að ákvarðanir fylgi kjarasamningum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.