Minna íbúa á að læsa húsum sínum

Lögreglan á Egilsstöðum minnir íbúa á að vera á varðbergi og læsa húsum sínum. Tilkynningar hafa borist um grunsamlegar mannaferðir á svæðinu.

Lögreglunni á Egilsstöðum barst í gær tilkynning um grunsamlegar mannaferðir. Bíll fór hægt um og svo virtist sem þeir sem þar voru á ferðinni væru að horfa inn í hús. Lögreglan fór af stað til að kanna ástæðu ferðarinnar en tókst ekki að hafa uppi á bílnum.

Ekki hefur enn verið tilkynnt um innbrot enn á svæðinu en lögreglan beinir þeim tilmælum til fólks að hafa varann á og læsa bæði húsum og bílum.

Þjófagengi herjuðu á Austfirðinga síðasta sumar en minna hefur farið fyrir þeim það sem af er sumri. Austurfrétt hefur þó spurnir af því að reynt hafi verið að brjótast inn í hús með því að spenna upp glugga á Eskifirði um nýliðna helgi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar