Mikið kvartað undan lausagöngu hunda

Óvenju margar kvartanir og ábendingar hafa borist HAUST á undanförnum mánuðum vegna lausagöngu hunda í þéttbýli á Austurlandi, einkum á Egilsstöðum og í Neskaupstað.

Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri HAUST segir að margt fólk sé hrætt við hunda þótt þeir séu allajafna meinlausir.

„Það er hinsvegar brot á gildandi samþykktum sveitarfélaga að láta hunda ganga lausa í þéttbýli,“ segir Leifur. „Og fólk á að hafa þá í ól ef þeir eru utandyra. Almenningur á ekki að þurfa að ganga fram á hunda á opinberum sttöðum án þess að þeir séu í ól.“

Nýlega var fjallað um þetta vandamál á fundi hjá HAUST og þar samþykkt að hvetja eigendur gæludýra að kynna sér gildandi samþykktir viðkomandi sveitarfélags um gæludýr og fara eftir þeim í hvívetna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.