Mesta fjölgunin í Fljótsdalshreppi

Mesta hlutfallsleg fjölgun íbúa í sveitarfélögum landsins undanfarið ár var í Fljótsdalshreppi. Fjölgun var í öllum sveitarfélögunum fjórum á Austurlandi.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Þjóðskrá Íslands fyrir íbúaþróun frá 1. desember 2019 til 1. desember síðastliðins.

Tölurnar í ár eru nokkuð sérstakar því þetta er í fyrsta skipti sem þær eru gefnar fyrir Múlaþing sem þýðir að ekki er hægt að bera saman þróunina í gömlu sveitarfélögunum fjórum sem sameinuðust í ár.

Fjölgunin í Múlaþingi er 1,5%. Þar vekur þó athygli að íbúarnir eru akkúrat 5.000 talsins. Fjarðabyggð er áfram fjölmennasta sveitarfélagið eystra með 5.088 íbúa og þar er fjölgunin 0,3% líkt og á Vopnafirði.

Fljótsdalshreppur er það sveitarfélag á landsvísu þar sem íbúum fjölgar mest hlutfallslega eða 14%. Þeim fjölgar úr 86 í 98 eða um 12. Mest fjölgum þar utan er í Tjörneshreppi um 9% og síðan Mýrdalshreppi og Tálknafjarðarhreppi um rúm 6%.

Fjölgun Fljótsdælinga er reyndar enn meira sé farið lengra aftur í tímann því íbúar þar voru 73 1. desember fyrir tveimur árum.

Fjölgunin á Austurlandi öllu er 1% en íbúum á landsvísu fjölgar um 1,2%. Einhver fjölgun er í öllum landshlutum nema Vestfjörðum. Þar eru tvö þeirra sveitarfélaga þar sem fækkar mest, Reykhólahreppur og Árneshreppur. Mesta fjölgunin á landsvísu er hins vegar í Svalbarðsstrandarhreppi, 9,8%.

Sveitarfélag1.12.20181.12.20191.12.2020FjöldiHlutfall
Fjarðabyggð 5.081 5.073 5.088 15 0,3%
Múlaþing 4.880 4.925 5.000 75 1,5%
Vopnafjarðarhreppur 657 656 658 2 0,3%
Fljótsdalshreppur 73 86 98 12 14%
Austurland 10.691 10.740 10.844 104 1%

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.