Mannleg mistök ollu rafmagnsleysi í Seyðisfirði

Upp úr klukkan ellefu í morgun urðu mannleg mistök til þess að rafmagn fór af Seyðisfirði öllum. Svæðisvakt RARIK hefur nú þegar ráðið bót á og er rafmagn aftur komið á á öllum stöðum.

Samkvæmt upplýsingum frá Guðgeiri Guðmundssyni, sérfræðingi í stjórnstöð RARIK var verið að vinna í línunni milli Eyvindár á Egilsstöðum og inn á Seyðisfjörð í morgun þegar rafmagnið datt út.

„Þegar átti að taka út línuna vegna þeirrar vinnu urðu mistök til þess að línan datt út og rafmagnslaust var í kjölfarið. Viðgerðin nú er tímabundin af okkar hálfu en teymi frá Landsneti er í þessum töluðu að gera að fullu við línuna og það er gert ráð fyrir að því verði lokið einhvern tímann á milli klukkan 15 og 16 í dag. Þá verður hún sett á nýjan leik í eðlilegan rekstur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar