Málþing um innanlandsflug sem almenningssamgöngur

Austurbrú, í samstarfi við önnur landshlutasamtök, Byggðastofnun og fleiri hagsmunasamtök landshluta, stendur í dag fyrir málþingi um málefni innanlandsflugs.

Meðal frummælenda á þinginu eru Jóna Árný Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Austurbrúar, Ívar Ingimarsson frá Stöðvarfirði sem kom af stað hópnum Dýrt innanlandsflug – þín upplifun og Katrín Halldóra Sigurðardóttir, leikkona frá Neskaupstað.

Kastljósinu verður sérstaklega beint að hinni svokölluðu skosku leið en Rachel Hunter frá Highland & Island Enterprise fjallar um efnahagslegan og félagslegan ávinning hennar.

Málþingið er haldið á Hotel Natura í Reykjavík frá klukkan 13:00-15:30. Leiðbeiningar um hvernig tengjast má beinni netútsendingu frá þinginu ná fá á veg Austurbrúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.