Lögregluæfing á Egilsstöðum

Umfangsmikil æfing hjá lögreglunni er nú í gangi á Egilsstöðum.

Þeim sem leið áttu um iðnaðarhverfið efst í bænum brá nokkuð í brún við að sjá mikinn fjölda lögreglubíla við hús björgunarsveitarinnar.

Þar höfðu einnig sérsveitarmenn raðað sér upp í stiga, tilbúnir að ráðast inn að því er virtist.

Í samtali við Austurfrétt sagði Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn að ekki væri um að ræða aðgerð heldur æfingu. Í henni taka þátt lögregluþjónar af öllu Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.