Lögreglan kannaði ástand 70 ökumanna

Í samræmi við áherslur lögreglunnar á Austurlandi í desember kannaði lögregla ástand sjötíu ökumanna um helgina og búnað ökutækja þeirra, ljós og dekk.

Þetta kemur fram á vefsíðu lögreglunnar. Þar segir að markmið eftirlitsins er að auka umferðaröryggi í samstarfi við vegfarendur. Besta mögulega niðurstaða þess væri slysalaus mánuður.

Athugasemdir voru gerðar við ljósabúnað í nokkrum tilvikum en engar við dekkjabúnað. Einn ökumaður er grunaður um ölvun við akstur og er hans mál í ferli.

Engin umferðarslys með meiðslum hafa verið skráð hjá lögreglunni á Austurlandi það sem af er desember.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.