Lögregla ekki fengið neinar nýjar upplýsingar um stuldinn á Teigarhorni

Lögreglunni á Austurlandi hafa ekki borist neinar nýjar upplýsingar um stórfellan þjófnað á geislasteinasafni frá Teigarhorni í Berufirði árið 2009.

Þetta kemur fram í svari lögreglunnar við fyrirspurn Austurfréttar. Teigarhorn er einn helsti fundarstaður geislasteina og höfðu þáverandi ábúendur þar safnað steinum um áraraðir.

Upp komst um stuldinn þegar þeir snéru heim eftir fjarveru í október 2009. Talið er að allt að 500 steinar hafi verið fjarlægðir. Verðmæti steinanna var metið á milljónir króna. Ábúendurnir gripu nýverið til þess ráðs að auglýsa eftir vísbendingum um stuldinn á Facebook.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var rannsókn málsins hætt í febrúar árið 2012 og það þá flokkað sem óupplýst. Síðan hafa engar nýjar vísbendingar borist lögreglu.

Frá Teigarhorni. Mynd: Andrés Skúlason


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.