Ljósastýring á Lagarfljótsbrú

Umferð um brúna yfir Lagarfljót milli Egilsstaða og Fellabæjar verður næstu mánuði stýrt með ljósum á meðan gert verður við brúna.

Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að til standi að skipta út slitgólfi og neðra hólfi eftir þörfum. Brúin verður einbreið á þeim kafla sem unnið er í og umferðinni því stýrt með ljósum.

Áætlað er að skipta um 20-50 metra af gólfinu í einu og þannig verði farið eftir brúnni sem er 300 metra löng.

Verktíminn er háður veðurfarið og getur dregist fram á mitt sumar. Hugsanlegt er að verkið stöðvist yfir mestu vetrarmánuðina og verður brúin þá tvíbreið á meðan.

Vegagerðin biður vegfarendur um að sýna tillitsemi og taka tillit til aðstæðna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.