Leki í kerskála Fjarðaáls

Álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði var aftengt raforkukerfinu í kvöld eftir að leki kom upp í kerskála. Upplýsingafulltrúi segir starfsmenn ekki hafa verið í neinni hættu.

Þegar leki kemur upp í keri er það orðið óþétt og rennur þá bráðið ál niður í söfnunarkjallara.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls, segir enga hættu hafa verið á ferðum en þegar leki kemur óvænt upp þurfi að slá út kerlínunni.

Þá er ýtt á svokallaðan rauðan hnapp og álverið aftengt flutningskerfi raforku á landsvísu, meðal annars til að verja aðra notendur fyrir truflunum. Landsnet sendi frá sér tilkynningu um þá aðgerð.

Leka kerið hefur nú verið tekið í rekstri og verður gert við það á næstu dögum. Kerlínan verður ræst upp á nýjan leik í kvöld.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.