Leitað að villtri göngukonu í Seyðisfirði

Búið er að kalla út björgunarsveitir víða af Austurlandi til að leita að konu sem villtist í þoku í Seyðisfirði í kvöld.


Konan óskaði eftir aðstoð um klukkan átta í kvöld og voru björgunarsveitir frá Egilsstöðum og Seyðisfirði þá ræstar út.

Miða tókst út staðsetningu síma konunnar þegar hún lét vita af sér og beinist leitin að því svæði. Í kjölfarið virðist hún hins vegar hafa slökkt á símanum eða dottið úr sambandi.

Leitað er í brattlendi og þoku. Því er búið að kalla út sérhæft fjallabjörgunarfólk víða af Austfjörðum til að tryggja öryggi björgunarfólks og konunnar. Þá eru leitarhundar á leið á staðinn.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar