Leitað að villtri göngukonu í Seyðisfirði

Búið er að kalla út björgunarsveitir víða af Austurlandi til að leita að konu sem villtist í þoku í Seyðisfirði í kvöld.


Konan óskaði eftir aðstoð um klukkan átta í kvöld og voru björgunarsveitir frá Egilsstöðum og Seyðisfirði þá ræstar út.

Miða tókst út staðsetningu síma konunnar þegar hún lét vita af sér og beinist leitin að því svæði. Í kjölfarið virðist hún hins vegar hafa slökkt á símanum eða dottið úr sambandi.

Leitað er í brattlendi og þoku. Því er búið að kalla út sérhæft fjallabjörgunarfólk víða af Austfjörðum til að tryggja öryggi björgunarfólks og konunnar. Þá eru leitarhundar á leið á staðinn.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.