LED lýsing sparar Fjarðabyggð 15 milljónir króna

Áætlað er að LED lýsing á götukerfi Fjarðabyggðar muni spara sveitarfélaginu 15 milljónir kr á ársgrundvelli.


Þórður Vilberg Guðmundsson upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar segir að verkefnið við að skipta úr hefðbundinni götulýsingu og yfir í LED hafi staðið um hríð. Verkefnið er hinsvegar viðamikið og mun taka nokkur ár.

Upphaf málsins má rekja aftur til ársins 2018 þegar bæjarráð samþykkti að farið yrði í alvarlega skoðun á LED lýsingu gatnakerfisins í sveitarfélaginu.

Í febrúar í fyrra var síðan gengið frá samingum við RARIK, sem sá áður um götulýsinguna, um að Fjarðabyggð yfirtæki og eignast götulýsingarkerfið í því ástandi sem það var við undirritun samnings. Í framhaldi af því hófst svo vinna við LED lýsinguna í sveitarfélaginu.

Fjarðabyggð var þriðja sveitarfélagið sem samdi við RARIK á þessum nótum í fyrra en áður höfðu Ölfus og Akureyrarbær gert hliðstæða samninga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.