Kynningarfundur Evris: „Það er ótrúlegt hugvit um allt land”

„Það er ekki alltaf nóg að hafa góða hugmynd það þarf líka teymi sem þekkir viðskiptaheiminn og hjálpar til við að koma hugmyndinni á framfæri,” segir Berglind Häsler, verkefnastjóri hjá ráðgjafafyrirtækinu Evris, sem heldur kynningarfund á Austurlandi í samvinnu við Austurbrú á miðvikudaginn.



Evris er ráðgjafafyrirtæki sem hjálpar fyrirtækjum sem vinna að nýsköpun, stórum og smáum að ná í þá þekkingu og fjármagn sem þarf til að komast á erlenda markaði. Það er í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Inspiralia sem samanstendur af ótrúlega öflugu teymi sem þekkir markaðinn út og inn, þ.e. hvaða lausnum er kallað eftir, hvernig hægt er að fjármagna þróun á þeim og loks hvernig á að koma vörunum á framfæri. Evris og Inspiralia hafa í sameiningu opnað einstök tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir, sem stunda rannsóknir og/eða nýsköpun, að sækja alþjóðlega styrki til vöruþróunar og undirbúnings markaðssetningar erlendis,” segir Berglind sem mun kynna nýjar áherslur í evrópskum styrkjum, bandaríska styrki og samninga við opinbera aðila og fleira sem kemur fyrirtækjum vel í nýsköpun.

Fundurinn fer fram í húsnæði Austurbrúar á Reyðarfirði og hefst klukkan 10:30. Boðið verður upp á einstaklingsviðtöl í kjölfarið þar sem hægt verður að fara yfir möguleika einstakra fyrirtækja/einstaklinga. Hægt er að skrá sig á fundinn gegnum netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Unnið með einstakar hugmyndir
Eftirtalin íslensk fyrirtæki eru meðal þeirra sem hafa fengið evrópska styrki með aðstoð Evris og Inspiralia

Aurora Seafood, Genis, Skaginn3X, Saga Medica, Mentor, DoHop, EpiEndo, SideKick health, eTactica, Stálsmiðjan-Framtak, Ekkó toghlerar, Saga Medica, Erki tónlist, Info Mentor, GeoSilica, Memento, Navis, Fisheries Technology, Þula, Keynatura, Seafood IQ, IceCal, Curio, CRI, Asco Harvester, Naust Marine, Seagem, Platome, Oz, D-Tech, SYNDIS, Mussilla, Valka, Hefring og Svarmi. Með aðstoð Evris og Inspiralia hafa þessi fyrirtæki samtals fengið rúmar 11 milljónir evra til vöruþróunar og markaðssetningar, eða um tvo milljarða.

„Hugmyndir sem unnið er með eru yfirleitt mjög einstakar og snúa að því einhverri byltingartenndri tækni sem miðar að framþróun. Það sem er svo áhugavert er að fólk finnur oft eitthvað upp bara heima í bílskúr, kannski eitthvað sem gæti leyst vanda sem margir aðrir hafa staðið frammi fyrir líka.”


Margar góðar hugmyndir á Austurlandi

Ég veit um marga fyrir austan sem hafa fundið upp merkilega hluti og frábært væri að fá þá og fleiri slíka á fundinn, annað hvort til að meta hvort þeir væru tilbúnir að stíga skrefið og vinna áfram með hugmyndirnar, eða þá bara til að sækja innblástur. Það er ótrúlegt hugvit um allt land og oft vantar bara þetta stoðnet til þess að fara með hugmyndirnar lengra. Það er líka svolítið þannig að ef maður kemst inn í „þessa fjölskyldu” er hlúð að hugmyndunum og þær fóstraðar, en stundum þarf að reyna oft til að koma þeim í gegn.”

Hér má sjá Facebooksíðu Evris.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.