Kviknaði í einbýlishúsi á Seyðisfirði

Mikill eldur kom upp í einbýlishúsi á Seyðisfirði á sjötta tímanum í kvöld. Talið er að húsið hafi verið mannlaust þegar eldurinn kom upp, það hefur þó ekki verið staðfest. Slökkvilið var búið að ná tökum á eldinum fyrir klukkan sjö.

Tilkynning barst um eldinn um klukkan hálf sex í dag. Þegar voru kallaðir til viðbragðsaðilar frá Seyðisfirði og Egilsstöðum. Húsið var alelda er þeir komu á staðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að húsið hafi verið mannlaust, þó það hafi ekki verið endanlega sannreynt. 

Húsið er tvílyft timburhús með steyptum kjallara og þurftu slökkviliðsmenn að berjast við eld á báðum hæðum. Um klukkan hálf sjö var búið að ná tökum á eldinum. Verst gekk að eiga við eld í þaki hússins og öruggt að þyrfti að rjúfa það.

Húsið stendur við Hafnargötu, gegnt fiskvinnslunni og er þekkt sem Litla-Wathneshús, byggt árið 1893 og kennt við Otto Wathne sem bjó þar um tíma. Ljóst er að það er mjög illa farið. Nærliggjandi hús voru rýmd í öryggisskyni. Hinu megin götunnar stendur fiskvinnsla Síldarvinnslunnar og bæjarskrifstofurnar fyrir innan það.

eldur sfk okt18 2 web

eldur sfk okt18 3 web

eldur sfk okt18 4 web
eldur sfk okt18 5 web

eldur sfk okt18 6 web

eldur sfk okt18 7 web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.