Kristján Þór: Undarlegt hvað hægt er að gera mikið úr litlu

Menntamálaráðherra hrósaði menningar- og frumkvöðlastarfi á Austurlandi í ávarpi sínu við úthlutun úr Uppbyggingarsjóði Austurlands í gær. Þingmenn Norðausturkjördæmis hafa verið á svæðinu í vikunni.


„Þetta hafa verið mjög góðir dagar og við fengið að heyra frásagnir af mjög góðu starfi á öllum sviðum mannlífsins. Það hverfist um að allir vilja vinna fjórðunginum sínum gagn,“ sagði Kristján Þór.

Níu af tíu þingmönnum kjördæmisins, allir nema Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafa undanfarna daga verið á Egilsstöðum en héldu í norðurátt seinni partinn í gær. Fundað hefur verið með forsvarsmönnum stofnana, fyrirtækja og fleiri aðila á svæðinu.

Kristján Þór er nýtekinn við sem menntamálaráðherra en hann er fyrsti þingmaður kjördæmisins. „Upphæðir sem forsvarsmenn stofnana og fleiri aðila, einkum á sviði menningarstarfs, hafa borið á borð fyrir okkur eru ekki háar.

Það er undarlegt hvað hægt er að gera mikið úr litlu en hér er samstilltur þingmannahópur sem vill leggja Austurlandi lið við að styrkja búsetu á þessu fallega og góða svæði.“

Úthlutað var 58,5 milljónum til 80 verkefna úr sjóðnum. Fé í hann kemur frá ríkinu í gegnum sóknaráætlun landshlutans.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.