Kosið milli tveggja í Hofsprestakalli

Tvær konur sóttu um stöðu sóknarprests í Hofsprestakalli en umsóknarfrestur rann út um miðja síðustu viku. Nýr prestur verður skipaður frá 15. október að undangengnum prestskosningum.


Umsækjendur eru þær Jarþrúður Árnadóttir, guðfræðingur frá Akureyri sem starfað hefur í Áskirkju í Reykjavík og Þuríður Björg Wiium Árnadóttir, guðfræðingur frá Vopnafirði.

Samkvæmt reglum ber að halda prestskosningar fari fjórðungur atkvæðisbærra sóknarbarna fram á það skriflega. Það var gert í Hofsprestakalli. Kjördagur hefur ekki verið ákveðinn.

Undir prestakallið falla Hofssókn, Vopnafjarðarsókn og Skeggjastaðasókn.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.