Kortér að slökkva eldinn í álverinu

Skamma stund tók að ráða niðurlögum elds sem kviknaði í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði í nótt. Litlar skemmdir urðu og engin hætta á ferðum fyrir starfsfólk.

Eldurinn kviknaði á fimmta tímanum í nótt út frá glussaleka í tæki í steypuskálanum.

Dagmar Ýr Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls, segir starfsmenn hafa brugðist hárrétt við og í raun verið búnir að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkviliðið kom á staðinn og kláraði verkið.

Eldurinn hafi þar með aðeins logað í 10-15 mínútur. Engin hætta hafi verið á ferðum fyrir starfsmenn.

Verið er að meta skemmdir á búnaðinum en þær virðast minniháttar og áhrifin á framleiðsluna eru engin.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar