„Kannski eigum við eftir að koma einhverjum á óvart“

„Mér líst afar vel á þetta nýja starf, ekki síst vegna þess að sjávarútvegurinn í dag er gríðarlega spennandi grein,“ segir Stöðfirðingurinn Svavar Hávarðsson, nýr ritstjóri Fiskifrétta.



Svavar hefur verið blaðamaður á Fréttablaðinu í rúman áratug en stundaði áður sjómennsku bæði á togurum og bátum.

„Ég efast um að aðrar atvinnugreinar státi af eins mörgum fyrirtækjum sem vinna markvisst að nýsköpun, svo dæmi sé tekið. Svo eru að verða miklar breytingar í kjölfar sífellt þróaðri tækni - og er talað um byltingu í því samhengi.“

Tekur við góðu búi
Svavar segist taka við góðu búi, en fráfarandi ritstjóri er Guðjón Einarsson, en hann hefur stýrt blaðinu síðastliðin 32 ár en hefur ákveðið að láta af störfum. Kjartan Stefánsson, sem verið hefur ritstjórnarfulltrúi blaðsins frá árinu 2001, lætur einnig af störfum.

Með Svavari í ritstjórninni verða blaðamennirnir Guðjón Guðmundsson, sem starfað hefur á Fiskifréttum síðastliðin þrjú ár og Guðsteinn Bjarnason sem kemur af Fréttablaðinu.

„Það sem okkur langar til að gera er að fjalla um allt sem hefur tengingu við hafið, það er líklega áherslubreyting. Þess vegna koma umfjöllunarefnin kannski úr fleiri áttum en áður var og kannski eigum við eftir að koma einhverjum á óvart.“

Hér er heimasíða blaðsins. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.