Jón Björn: Undirstaðan að við viljum gera Austurland betra

Varaformaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi fagnar því að ríkisvaldið sé farið að marka sér stefnu til langs tíma í byggðamálum og fylgja henni þótt skipt sé um ríkisstjórn.


„Ríkisstjórnir hafa sumar byrjað á árinu 0. Það hefur ekki alls staðar verið vinsælt, meðal annars í byggðaáætluninni. Það er eðlilegt að ný ríkisstjórn komi inn með breyttar áherslur en ekki að byrjað sé frá grunni,“ sagði Jón Björn á opnum fundi um endurskoðun sóknaráætlunar Austurlands.

Sóknaráætlanir landshlutanna eru upprunnar í „Ísland 2020“ stefnumörkun síðustu ríkisstjórnar. Sóknaráætlun Austurlands gildir frá 2015-2019 og gert er ráð fyrir að farið sé yfir hana á hverju ári. Fundurinn í gær var liður í því. „Þetta er vonandi byrjun á því að við ræðum sóknaráætlunina árlega og hvernig hún hefur tekist,“ sagði Jón.

Jón Björn sagði mikilvægt að Austfirðingar ynnu saman undir merkjum áætlunarinnar. „Við búum dreift á stóru svæði og stundum er einfaldara að gera vanda hver úr öðrum. Við erum samt að verða betri í að stíga upp úr hrepparígnum.

Undirstaðan er að við viljum gera Austurland betra þannig að fleiri búi með okkur. Þannig eflum við samfélagið.

Við höfum helling af styrkleikum og viljum efla þá enn frekar. Það þarf hins vegar að vera meira til staðar en atvinna þannig að fólk vilji koma. Það þarf að vera menningin og sú umgjörð sem gerir okkur að manneskjum.“

Nánar verður fjallað um fundinn í Austurglugganum sem kemur út á föstudag.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.