Jólasokkarnir í ár koma frá Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð

„Jólasokkarnir í ár koma frá Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð,“ segir á Facebook síðu flokksins í Fjarðabyggð. Þar er birt mynd af sokkunum, ljósbláum með fálkamynstri.

„Úrvalssokkar fyrir alla Sjálfstæðismenn og konur. Gakktu inn í nýtt kosningaár í nýjum Fálkasokkum.“ segir einnig á síðunni.

Fram kemur að parið kostar 3.500 kr. og rennur allur ágóði í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.

Fólk er síðan hvatt til að vera tímanlega í því að útvega sér sokkana því um er að ræða ...“Takmarkað magn, fyrstir koma fyrstir fá,“ eins og segir á síðunni.

Þar er einnig að finna netfang til að panta eintök af þessum sokkum.

Mynd: Facebook

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.